3. þáttur: Máttur samskiptamiðla og íbúanna

X22 - Kosningahlaðvarp RÚV (2022) - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Kosningabaráttan hefur farið hægt af stað en fastlega má gera ráð fyrir að það fari að draga til tíðinda næstu daga. Umræðan hefur sennilega verið mest á samfélagsmiðlum og þeir skipta töluverðu máli, ekki síst Facebooksíður bæjarfélaga og hverfa þar sem almennir borgarar geta tjáð skoðun sína á ýmsum málum sem sveitarstjórnarfólk hefur aðkomu að. Viðmælendur í þættinum eru Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur og Róbert Bjarnason hjá Íbúum. Eins heyrðum við hljóðið í kjósendum. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Atli Már Steinarsson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.