Ósmann, arkitektúr og geðheilbrigði #3 og Kosmískt skítamix/rýni
Víðsjá - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við Vesturós Héraðsvatna um aldamótin 1900 bjó heljarmennið Jón Magnússon sér byrgi, og þar starfaði hann í 40 ár við að ferja menn og skepnur yfir stórfljótið. Ósmann var einstakur karakter, mannvinur, veiðimaður og skáld, og saga hans vakti áhuga rithöfundarins Joachim Schmidt, sem búsettur hefur verið á Íslandi síðustu 20 ár. Joachim segir okkur af skáldsögunni Ósmann í síðari hluta þáttar. Hildigunnur Sverrisdóttir verður einnig með okkur í dag og flytur sinn þriðja pistil af fjórum um samhengi geðheilbrigðis og arkitektúrs, en við hefjum þáttinn á leikhúsinu: Katla Ársælsdóttir fór að sjá Kosmískt skítamix í Tjarnarbíói.
