Sögur - Múmínálfarnir
Útvarp Krakkarúv - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Sögur af Múmínálfunum í Múmíndal hafa verið vinsælar víða um heim í mörg, mörg ár. Fyrsta sagan um þessar vinalegu verur kom út árið 1945 og var skrifuð og myndskreytt af finnsk-sænsku myndlistarkonunni og rithöfundinum Tove Jansson. Síðan héldu sögurnar áfram að koma út og persónur að þróast. Við þekkjum öll Múmínsnáða, Múmínmömmu, Snorkstelpuna, Hemúlinn, Snabba og fleiri - en um hvaðan koma þau og um hvað eru sögurnar af múmínálfunum? Í þættinum í dag skreppum við í Múmíndal og tölum við góða gesti um íbúa hans og sögur af þeim. Viðmælendur: Þórdís Gísladóttir, skáld og þýðandi Hólmfríður Helga & Höskuldur Sölvi, múmínaðdáendur Umsjón: Jóhannes Ólafsson