Tuð blessi Ísland #6: Tuð blessi kappræður í Tjarnarbíó!
Heimildin - Hlaðvörp - Podcast készítő Heimildin
Kategóriák:
Kappræður Heimildarinnar fyrir kosningarnar fóru fram í Tjarnarbíó í gær. Í þessum þætti Tuð blessi Ísland gerum við upp kappræðurnar, spilum bitastæða búta og ræðum þá þræði sem teiknuðust upp á sviðinu við Tjörnina. Einnig ræðum við nýja könnun Maskínu fyrir Heimildina, sem sýnir meðal annars að fáir kjósendur Viðreisnar virðast vilja stjórn með Sjálfstæðisflokki. Miklum tíma var einnig varið í að ræða Flokk fólksins. Af hverju gagnrýna pólitískir andstæðingar Ingu Sæland nær aldrei? Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði með Prins Póló.