Á bakvið fréttirnar #3: Dagbók skólastúlku um Jón Baldvin

Heimildin - Hlaðvörp - Podcast készítő Heimildin

Blaðamenn Stundarinnar ræða efni og vinnslu nýjasta tölublaðs Stundarinnar. Margrét Marteinsdóttir ræðir uppljóstrun úr hálfrar aldar gömlum dagbókum unglingsstúlku sem lýsir kynferðislegum samskiptum sínum við gagnfræðaskólakennarann Jón Baldvin Hannibalsson. Valgerður Þorsteinsdóttir, segir frá fundi dagbókanna, sem móðir hennar heitin, Þóra Hreinsdóttir, skrifaði um samband sitt við Jón og dularfullum draumi sem leiddi til þess að lykilgagn í málinu kom í leitirnar. Blaðamaðurinn Ingi Freyr Vilhjálmsson rekur sögu ásakana og málsvarnar Jóns Baldvins, þann áratug sem liðin er frá því fyrst var fjallað um ásakanir gegn honum. Aðalsteinn Kjartansson lýsir raunum blaðamanns við að fjalla um mikilvægt málefni á mannamáli og Freyr Rögnvaldsson fer yfir rannsóknarskýrslu um Laugalandsheimilið og viðbrögð þeirra sem þar dvöldu.