Von um vopnahlé. Bárðarbunga ræskir sig.

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Búið er að ryðja öllum helstu hindrunum úr vegi og minna ber í milli nú en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Majad al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Katar og lykilmaður í viðræðum þar sem reynt hefur verið mánuðum saman - og árangurslaust - að fá fulltrúa Ísraelsstjórnar og Hamas til að koma sér saman um vopnahlé. Freysteinn Sigmundsson segir að ekki sé hægt að anda léttar þó að hætt sé að skjálfa í Bárðarbungu í bili. Rétt sé að búa sig undir að það gjósi. Hrinan í dag minni um margt á aðdraganda gosanna í Gjálp 1996 og í Holuhrauni 2014.