Stýrivextir, enskir óeirðaseggir og orlofsgreiðslur sveitarstjóra
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 9,25 prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir það vonbrigði að Seðlabankinn skuli ekki hafa þorað að stíga inn í þann spíral sem við erum í. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir marga krafta halda verðbólgunni uppi. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við þau um tíðindi dagsins. Búið er að dæma um fimm hundruð bullur og óeirðaseggi fyrir sinn þátt í óeirðum í Bretlandi í byrjun mánaðarins, og hundruð til viðbótar bíða dóms. Vandinn er að það er ekkert pláss fyrir þá í fangelsum landsins. Uppgjör á orlofi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra er ekki einsdæmi þegar skoðuð eru starfslok sveitarstjóra í öðrum stórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Lára V. Júlíusdóttir érfræðingur í vinnumarkaðsrétti segir ekki óalgengt að stjórnendur safni upp orlofi enda sé nánast gert ráð fyrir að þeir séu alltaf á vaktinni. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið og ræðir við Láru. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred