Stríð og friður í Miðausturlöndum
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Hefndarstríð Ísraela gegn Palestínumönnum vegna mannskæðrar hryðjuverkaárásar vígasveita Hamas í fyrra haust hefur staðið í tæpa tíu mánuði. Á þessum tíma hafa Ísraelar drepið um 40.000 almenna borgara, að meirihluta til konur og börn, og lagt stóran hluta allra mannvirkja á Gaza í rúst. Þrátt fyrir mikinn og vaxandi þrýsting frá alþjóðsamfélaginu eru engin teikn á lofti um að lát verði á þessum stríðsrekstri í bráð heldur benda viðburðir síðasta sólarhrings frekar til þess að ófriðarbálið í austurlöndum nær muni brenna enn heitar og að líkurnar á því að stríðið eigi eftir að breiðast út aukist frekar en hitt, en Ísraelar drápu bæði stjórnmálaleiðtoga Hamas, þar sem hann var staddur í Teheran í Íran, og háttsettan leiðtoga Hezbollah-samtakanna í Beirút, höfuðborg Líbanons. Magnea Marínósdóttir stjórnmálafræðingur hefur lengi fylgst með stöðu og þróun mála í Miðausturlöndum. Hún segir drápið á þessum manni, á þessum tíma og þessum stað bæði stór og slæm tíðindi, sem þó þurfi ekki að koma á óvart, enda hafi Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels og ríkisstjórn hans, lýst alla leiðtoga Hamas réttdræpa og Hanyeh ekki sá fyrsti sem hlýtur þessi örlög. Tímasetningin ljái morðinu á honum þó enn meiri þýðingu en ella , bæði fyrir Ísrael og Hamas. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.