Sparnaður í samráðsgátt og klamydía ógnar kóalabjörnum
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
En það vakti nokkra athygli þegar Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, fór þá leið að óska eftir ábendingum frá almenningi um hvernig væri hægt að spara í ríkisrekstrinum. Ekki stóð á viðbrögðunum; nærri fimmtán hundruð athugasemdir hafa verið sendar inn á samráðsgátt stjórnvalda og þar má sjá allskonar hugmyndir; leggja niður RÚV, loka landinu fyrir hælisleitendum, hætta að veita áfengi í veislum og fækka sendiráðum. Fresturinn til að skila inn umsögn rennur út í lok mánaðar og eftir það fer sérstakur hópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir ábendingarnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fara yfir málið. Klamydía ógnar tilvist einhverrar allra krúttlegustu skepnu heims - kóala- eða pokabjarnarins ástralska. Vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni til að forða þeim frá útrýmingu.