Ofbeldi í nánum samböndum, hitametaregn og kvikmynd um leiðtogafundinn

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Nauðungarstjórnun getur best spáð fyrir um alvarlegt ofbeldi eða manndráp í nánum samböndum, samkvæmt rannsókn breska afbrotafræðingsins Jane Monckton-Smith. Hún kortlagði hegðun geranda og útbjó líkan; tímalínu til að meta hættuna á manndrápi. Lögregla hér á landi hefur tímalínuna til hliðsjónar við hættumat og vinnur nú að innleiðingu nýs áhættumats Hitamet hafa verið slegin á tugum þúsunda veðurstöðva um alla Jörð á þessu ári, allt frá Norður-heimskautinu suður í syðstu höf. Það sem af er þessu ári hefur hærri hiti mælst en nokkru sinni fyrr í fimmtán ríkjum heims, 130 mánaðarhitamet hafa verið slegin í mörgum löndum og álfum Kvikmyndaframleiðendur frá Hollywood ræða við Reykjavíkurborg um tökur á kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti þar sem uppi eru hugmyndir að gera bíómynd um þennan sögulega viðburð