Magnús Þorkell um stöðuna í Miðausturlöndum og íbúðarkaup ungs fólks
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Ísraelar hafa gert fjölda loftárása á Líbanon síðustu daga og innrás Ísraelshers á jörðu niðri er hafin. Hátt í þúsund manns hafa fallið í Líbanon á síðustu dögum og hundruð þúsunda eru á flótta. Eins og fram kom í fréttum hefndu Íranir árásanna á Hezbollah og drápsins á leiðtoga samtakanna með eldflaugaárás síðdegis í dag. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson sérfræðing í málefnum Miðausturlanda skömmu áður en þær árásir hófust spurði hvernig hann mæti stöðu mála í Líbanon. Hvorki veður né náttúruvá útiloka að flugvöllur verði gerður í Hvassahrauni. Starfshópur sem hefur verið að störfum frá því sumarið 2020 kynnti í morgun niðurstöður sínar og þar er lagt til að frekari rannsóknir verði gerðar til að mynda á ókyrrð, unnið verði áhættumat vegna fjárfestingar og að tekið verði frá svæði upp af Hvassahrauni fyrir tvær allt að þriggja kílómetra langar flugbrautir og þá þriðju sem yrði einn og hálfur kílómetri. Hlutfall ungs fólks með íslenskt ríkisfang sem á fasteign er með mesta móti miðað við undanfarin 15 ár. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði fjármálaráðuneytisins. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna því meirihluti fyrstu kaupenda virðist njóta fjárhagslegrar aðstoðar og vísbendingar eru um að hún sé meiri en nokkru sinni áður.