Kosningamálin á Íslandi, umdeilt vindorkuver á Austurlandi og tölfræðin á bak við sigur Trumps

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Flestir settu heilbrigðismál í efsta sæti þegar Félagsvísindastofnun kannaði í síðustu viku hvað skipti fólk mestu fyrir kosningarnar á laugardaginn - og er það svo í öllum sex kjördæmum. Áherslur fólks í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi, það er höfuðborgarsvæðinu eru nánast alveg eins, en samgöngur eru kjósendum í Norðvesturkjördæmi hugstæðar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Rúnar Vilhjálmsson prófessor. Alcoa Fjarðaál setur spurningarmerki við stórt vindorkuorkuver sem Fjarðarorka ehf vill reisa í Fljótsdalshreppi og segist ekki geta samþykkt áformin eins og þau séu kynnt í matsáætlun félagsins. Frestur til að skila umsögn um matsáætlunina rann út í síðustu viku. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið. Hinn 20. janúar sver Repúblikaninn Donald John Trump embættiseið vestur í Washington, sem fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna. Hann bar, sem kunnugt er, sigurorð af Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata, í forsetakosningunum sem haldnar voru 5. nóvember. Demókratar, sem eyddu meira fé í kosningabaráttuna en nokkru sinni fyrr, klóra sér í hausnum og spyrja, hvað klikkaði? Þeirri spurningu er enn ósvarað, en tölurnar liggja fyrir og spænska blaðið El País rýndi í þær til að reyna að átta sig á sveiflum í kosningahegðun nokkurra mikilvægra kjósendahópa. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred