Kamala Harris líklegt forsetaefni Demókrata
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í rúmar þrjár vikur dundu á Joe Biden áskoranir um að draga sig í hlé úr kosningabaráttunni, hann virtist hvergi ætla að hvika og síðast á laugardag sagði hann að það væri - áfram ekkert stopp við sína - nánustu samstarfsmenn. En síðar sama dag eftir samtöl við ráðgjafa var annað hljóð komið í strokkinn og á sunnudag í gær lýsti Biden því yfir að hann væri hættur. Það hafi verið mesti heiður sem honum hafi hlotnast að vera forseti Bandaríkjanna, en hann telji það landi og flokk til heilla að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Hálftíma síðar birti hann yfirlýsingu um að hann styddi varaforseta sinn Kamölu Harris.