Hungursneyð í Súdan og strandveiðar við Ísland
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Hungursneyð ríkir í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfurhéraði í Súdan, þar sem áætlað er að um 600.000 manns hafist við. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna og greiningarstofnunarinnar IPC, en IPC er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og nokkurra alþjóðlegra hjálparsamtaka, sérhæfir sig í greiningu á fæðuöryggi í heiminum og skorti á því, samkvæmt samnefndum, alþjóðlega viðurkenndum kvarða. Hungursneyðin í Zamzam er sú þriðja sem lýst hefur verið yfir í Afríku frá því að byrjað var að greina slíkar hörmungar eftir IPC-kvarðanum fyrir 20 árum. Hinar tvær fyrri voru líka á Horni Afríku, sú fyrri í Sómalíu 2011 og sú næsta í Suður-Súdan 2017. Í tilkynningu IPC segir að ótvíræðar sannanir séu fyrir því að í Zamzam-búðunum sé fólk að deyja hungurdauða á degi hverjum og að þetta ástand hafi varað allt að tvo mánuði. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið. Sveitarstjórnarmenn á Norður- og Austurlandi kalla eftir meiri stöðugleika í strandveiðum á næsta ári í stað þeirrar óvissu og sífelldu breytinga sem einkenni þetta kerfi í dag. Fjölmargir eigendur smábáta treysti á strandveiðar og þær skipti miklu máli fyrir mörg byggðarlög við sjávarsíðuna. Ágúst Ólafsson ræðir við Hjálmar Boga Hafliðason, sveitarstjóra Norðurþings.