Fjármálastöðugleiki, tafir á upplýsingagjöf stjórnvalda ámælisverðar og deilur Norðmanna og Evrópusambandsins

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Vextir verða ekki lækkaðir nema verðbólga hjaðni segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hún stendur í sex prósentum en markmiðið sem að er stefnt er 2,5%. Hann segir að hækkandi fjármagnskostnaður geti haft áhrif á greiðslubyrði vissra hópa en almennt sé eiginfjárstaða heimila góð og vanskil hafi lítið aukist. Umboðsmaður Alþingis gerði í vikunni athugasemdir við hversu lengi úrskurðarnefnd um upplýsingamál væri að kveða upp úr úrskurði sína. Tafirnar væru ekki réttlætanlegar og þær gætu í ýmsum tilvikum leitt til þess að þær upplýsingar sem óskað hefði verið eftir yrðu meira eða minna þýðingarlausar. Harðar deilur Norðmanna við Evrópusambandið um fiskveiðikvóta gætu leitt til þess að aðgangur fyrir norskar sjávarafurðir verði takmarkaður að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja ESB komu saman í Brussel í byrjun vikunnar þar sem skarpar línur voru lagðar fyrir komandi viðræður.