Dánaraðstoð og vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Umræðu um dánaraðstoð skýtur reglulega upp kollinum hér á landi, þingsályktunartillögur, frumvörp og skýrslur hafa litið dagsins ljós og í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöld var fjallað um Jón Grímsson sem sótti um dánaraðstoð í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélagsins, segir að það verði ekki aftur snúið verði þetta skref tekið. Reynsla frá þeim löndum þar sem þetta hefur verið leyft sýni líka að mörkin verði sífellt óljósari. Þá megi ekki gleyma því að þetta sé eðlisbreyting á hlutverki lækna. Freyr Gígja Gunnarsson talar við Steinunni. Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar kemur fram, að þrátt fyrir mikinn þrýsting og fögur fyrirheit um að draga hratt og mikið úr losun helstu gróðurhúsalofttegunda hefur styrkur þeirra þvert á móti aukist og hefur aldrei mælst meiri en í fyrra. Reyndar hefur ekki verið jafnmikill koltvísýringur í lofthjúp Jarðar síðan fyrir þremur til fimm milljónum ára, þegar meðalhitinn var tveimur til þremur gráðum hærri en nú og yfirborð sjávar tuttugu til þrjátíu metrum hærra. Styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst líka hraðar það sem af er þessari öld en dæmi eru um. Ævar Örn Jósepsson fjallar um þetta og nýja skýrslu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að gildandi aðgerðaáætlanir ríkja heims séu óravegu frá því að tryggja að hlýnun Jarðar fari ekki umfram 1,5 gráður. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred