Barnaníðingur á Ólympíuleikum og fólksfækkun í Japan

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Ólympíuleikarnir verða settir við hátíðlega athöfn í París á föstudag. Leikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og fjölmiðlar keppast við að segja frá öllu sem þeim við kemur. Ljót fortíð hollenska strandblakarans Steven van de Velde er eitt þeirra mála sem fjallað er um. Það hefur varpað skugga á gleðina í aðdraganda leikana og vakið miklar deilur, því van de Velde er dæmdur barnaníðingur. Eva Björk Benediktsdóttir kynnti sér málið. Japanir voru í ársbyrjun ríflega eitt hundrað tuttugu og ein og hálf milljón talsins og hafði þá fækkað um rúmlega 850.000 frá 1. janúar 2023. Það ár var fimmtánda árið í röð sem Japönum fækkar og hefur þeim aldrei fækkað jafn mikið á einu ári síðan byrjað var að fylgjast grannt með mannfjöldaþróun í landinu árið 1968. Samkvæmt vefmiðlinum Kyodo Times komu um 730.000 nýir Japanir í heiminn í fyrra, og hafa fæðingar aldrei verið færri og frjósemi aldrei mælst minni, eða rétt rúmlega 1,2 börn á hverja konu, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Á sama tíma dóu fleiri Japanir en nokkru sinni frá því að opinberar talningar hófust, eða um fimmtán hundruð og áttatíu þúsund. Og meðalaldur þjóðarinnar fer stöðugt hækkandi. Þessi þróun hefur lengi verið japönskum stjórnvöldum áhyggjuefni en ekkert gengur að snúa þróuninni við. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason