Átakavetur framundan í pólitíkinni en stjórnarslit vart í augsýn og úræði skortir fyrir börn sem beita ofbeldi

Spegillinn - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Ný skoðanakönnun Maskínu í gær um fylgi flokkanna hefur vakið mikla athygli. Fimmtán prósent sögðust myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en fjórtán prósent Sjálfstæðisflokkinn - sem verða að teljast töluverð tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður MIðflokksins býst við átökum í vettvangi stjórnmálanna í vetur. Fallandi gengi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli en Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mönnum hafi lærst að skoðanakannanir sem gerðar eru á miðju kjörtímabili hafa takmarkað forspárgildi um kosningar. TIlkynningum um að börn beiti ofbeldi hefur fjölgað mjög og kerfið sem á að taka við þeim er löngu sprungið segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Ofbeldið hefur aukist og er grófara en áður.