Afstaðan til flóttafólks og staðan í Grindavík
Spegillinn - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Árið 2023 var tólfta árið í röð sem flóttafólki í heiminum fjölgaði. Hartnær 120 milljón manns voru á flótta í fyrra, þar af um 47 milljónir barna undir 18 ára aldri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í gær, á alþjóðlegum degi flóttafólks, kynnti Flóttamannastofnunin niðurstöður alþjóðlegrar könnunar, þar sem ríflega 33 þúsund manns í 52 löndum víðsvegar um heiminn voru beðin að taka afstöðu til fjölmargra atriða varðandi fólk á flótta. Ein meginniðurstaða könnunarinnar var sú, að nær þrír af hverjum fjórum þátttakendum, 73 prósent, voru sammála þeirri fullyrðingu að fólk á flótta undan stríðsátökum og ofsóknum eigi að geta leitað skjóls í öðrum löndum, þar á meðal í heimalandi svaranda. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Nínu Helgadóttur hjá Rauða krossinum. Í þættinum er einnig rætt við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis, um stöðuna í Grindavík og af hverju hann er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stöðuna í dag.