Vill innleiða lágmarkslaun í Evrópu
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill ráðast í aðgerðir til að bæta kjör láglaunafólks í Evrópu. Hún hefur viðrað hugmyndir um að lágmarkslaun verið innleidd með tilskipun. Kristján Bragason segir að launamunurinn sé mikill. Víða í Suðaustur-Evrópu séu tímalaun undir tveimur evrum á sama tíma og greiddar séu 12 til 18 evrur í löndum Vestur-Evrópu. Arnar Páll talar við Kristján Bragason. Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum. Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Hrund Gunnsteinsdóttur. Tíu ár eru liðin frá því fyrstu erlendu skipin fengu að fara Norðausturleiðina svokölluðu milli Evrópu og Asíu um Íshafið norðan Síberíu í rússneskir landhelgi. Það er þriðjungi styttri leið en að fara um Súesskurðinn milli heimsálfa. Ísinn er að brána en hvernig gengur að fá skipafélög til að nýta sér þessa hjáleið. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá.