Veggjöld 200 krónur, húsnæðisskortur í Svíþjóð og Brexit
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Með því að leggja á veggjöld á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár á að flýta framkvæmdum sem stæðu að óbreyttu fram til ársins 2070. Samkvæmt heimildum Spegilsins er rætt um að hámarksgjald verði 200 krónur. Arnar Páll Hauksson segir frá. Húsnæðisskortur er í fjórum af hverjum fimm sveitarfélögum í Svíþjóð. Í stærri borgum landsins er ekki óalgengt að fólk býði í áratug eða lengur eftir leigusamningi. Stórir, alþjóðlegir fjárfestingasjóðir sjá tækifæri í stöðunni og hafa keypt fjölda leiguíbúða sem áður voru í eigu hins opinbera. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá. Uppistand og óvenjulegar uppákomur hafa verið daglegt brauð í breska þinginu undanfarið. Svo eru það dómsmál um heimild forsætisráðherra til að senda þingið heim. Og það stefnir í kosningar. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur misst þingmeirihlutann og þá, að hluta, tökin á framvindunni. Óljóst er hver græðir og hver tapar á óreiðunni. Brexit verður lykilatriðið í komandi kosningu og því mikið undir því komið hvort stjórnin getur snúið Brexit-sögunni sér í hag. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.