Trykir ráðast á Kúrda, vindorka og staða efnahagsmála

Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Tyrkir réðust inn á yfirráðasvæði Kúrda sunnan landamæra Tyrklands og Sýrlands í dag. Forystumenn Kúrda segja Tyrki hafa gert loftárásir á borgaraleg mannvirki og að mikill skelfing hafi gripið um sig meðal almennra borgara. Mannfall hafi orðið og þúsundir hafi þurft að flýja heimkynni sín. Kristján Sigurjónsson talar við Magnús Þorkel Bernhardsson. Atvinnu-og nýsköpunarráðherra upplýsti á Alþingi að til skoðunar væri hvort málsmeðferð virkjunarorku ætti að vera önnur en hefðbundinna orkukosta, innan eða utan rammaáætlunar. Vindorkan var rædd á Alþingi í dag. Arnar Páll Hauksson segir frá og það heyrist í Ara Trausta Guðmundssyni og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Eru vindmyllur eins skæðar í fugladrápi og fullyrt er af andstæðingum þess að vinna raforku úr vindinum? Rannsókn og talning á hræjum fugla við einn vindmyllugarð í Noregi sýnir að á annað hundrað hafernir hafa fallið í valinn á fáum árum, auk mikils fjölda annarra fugla. Gísli Kristjánsson segir frá. Þegar kemur að hagkerfinu eru litlar fréttir oftast góðar fréttir og þannig er það á Íslandi um þessar mundir. Áhættan í hagkerfinu hefur aukist en aðeins lítillega og áföll eins og fall flugfélagsins Wow hafa haft minni áhrif en búast mátti við. Þetta kom fram í morgun þegar skýrsla Seðlabankans um fjármálastögðugleika var kynnt. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Eggert Þ. Þórarinsson hjá fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans í dag meðal annars um helstu áhættuþættina í íslensku efnahagslífi.