Ratcliffe, Sone og vinnuvika VR
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Það er ljóst að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er stærsti jarðeigandi á Íslandi. Það er hins vegar óljósara hversu margar jarðir hann á í raun. Ein ástæðan er sú að eignarhalda jarðanna var þegar aflandsvætt og viðskiptin fara því að hluta fram utan landsteinanna. Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina, hafa áhrif á vitni og bera ljúgvitni. Í síðustu samningum VR fjölmennasta stéttarfélags landsins var samið um styttingu vínnutíma um 9 mínútur á dag, þrjá tíma og fimmtán mínútur á mánuði eða fjórir og hálfur dagur yfir árið. Útfærslan á hverjum vinnustað er háð samkomulagi félagsmanna og atvinnurekenda. Styttingin tekur gildi um næstu ármót en útfærslan á að liggja fyrir eftir mánuð. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálaráðs hjá VR segir að margir séu komnir vel á veg með hana það hafi komið vel í ljós á trúnaðarmannanámskeiði nýverið.