Kosningar í Færeyjum og 20 þúsund Pólverjar á Íslandi

Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þingkosningar verða í Færeyjum á laugardag 31. 33 þingmenn eru á færeyska lögþinginu. Rikisstjórn Þjóðveldisflokksins og Jafnaðarflokksins undir forystu Aksels V. Johannessen lögmanns úr síðarnefnda flokknum hefur nauman meirihluta og benda skoðanakannanir til að hún missi meirihluta sinn. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarniir eru Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, en það er þó óvíst að þeir nái saman í stjórnarmyndun verði kosningarnar þeim í hag. Kristján Sigurjónsson ræðir við Sif Gunnarsdóttur og Gísla Gíslason. Pólverjar á Íslandi eru orðnir fleiri en tuttugu þúsund. Fæstir þeirra hafa áhuga á að setjast að hér á landi, heldur koma hingað í tímabundin uppgrip. Ný doktorsrannsókn leiðir í ljós að íslenskur vinnumarkaður verði sífellt stéttskiptari eftir þjóðerni, og tilhneigingin sé sú að Pólverjar séu ráðnir í lægstu stöðurnar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talar við Anna Maria Vojtynska.