Gjaldþrot Thomas Cook, heimilislausir, grátrönur og refislögjöfin í No
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Níu þúsund manns í Bretlandi missa vinnuna, í viðbót við ellefu þúsund starfsmenn erlendis nú þegar ferðaskrifstofan Thomas Cook er gjaldþrota. Stærsta aðgerð á friðartímum til að fljúga farþegum aftur til Bretlands er í gangi, alls 150 þúsund manns sem þarf að flytja heim til Bretlands, með tilheyrandi kostnaði hins opinbera. En gjaldþrotið vekur líka spurningar um eftirlit ríkisins með flugfélögum og ferðaskrifstofum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir eðlilegt að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislaust fólk. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Heiða spyr hvort það sé sanngjarnt að kostnaðurinn lendi alfarið á útsvarsgreiðendum í Reykjavík. Höskuldur Kári Schram ræðir við Heiðu Björgu. Sagt frá Grátrönum sem eru líklegar til að setjast að hér á landi yfir sumarið. Arnar Páll Hauksson talar við Skarphéðinn G. Þórisson. Í Noregi hafa tveir dómar vakið athygli fyrir að skera úr um grundvallaratriði í refsilöggjöfinni. Er það pólitísk tjáning að senda fólki sorp í pósti - og ræður andlitsfall á kynlífsdúkkum úrslitum um hvort þær séu löglegar eða ekki? Gísli Kristjánsson í Osló segir frá.