Sumar: Sprenging við Mývatn, veitingastaðurinn Teni, ástarsaga

Sögur af landi - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þetta er annar þátturinn af níu í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem tínt verður saman efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Að þessu sinni rifjum við upp sprenginguna við Miðkvíslarstíflu, heimsækjum veitingastaðinn Teni á Blönduósi og heyrum ástarsögu að austan. Efni í þáttinn unnu Úlla Árdal, Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.