Sumar: Þolreið á hestum, útfararþjónusta og Akranesviti
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í þessum sjötta sumarþætti Sagna af landi ætlum við að kynnast nokkrum hugsjónaverkefnum. Við byrjum í Reykjavík þar sem við hittum Anítu Margréti Aradóttur, hestakonu, sem hefur tekið þátt í þolreiðum á hestum erlendis og undirbýr nú slíka keppni á Íslandi. Þá höldum við á Skagaströnd þar sem Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við hjónin Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur og Jón Ólaf Sigurjónsson slökkviliðsstjóra sem reka útfararstofu í frítíma sínum. Og að lokum sláumst við í för með Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur í Akranesvita að hitta Hilmar Sigvaldason vitavörð en í mars voru tíu ár síðan vitinn var opnaður almenningi. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.