Sumar: Minningar af aðventu og stríðstímum
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram, þar sem tínt er til efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum fjórða þætti verður endurflutt viðtal við Helgu Ruth Alfreðsdóttur á Egilsstöðum, sem sagði frá æsku sinni á þýsku eyjunni Usedom og flótta hennar þaðan í stríðinu. Það var Rúnar Snær Reynisson sem hitti Helgu á aðventunni, þar sem hún var við sína uppáhaldsiðju, að baka hið þýska Stollen-brauð fyrir jólin. Viðtalið var áður á dagskrá 13. desember 2019. Umsjón: Rúnar Snær Reynisson og Gígja Hólmgeirsdóttir.