Sumar: Elfríð Pálsdóttir segir sögu sína
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í dag hefur göngu sína fyrsti þátturinn af níu í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem tínt verður saman efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum fyrsta þætti verður rifjað upp viðtal sem Rúnar Snær Reynisson tók við Elfríð Pálsdóttur á heimili hennar á Egilsstöðum í janúar 2019. Elfríð fæddist í Þýskalandi árið 1930 og ólst upp á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Ung fluttist hún til Íslands og starfaði sem vinnukona á Siglunesi. Efni í þáttinn vann Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.