Sjóferðir, Skógarböðin og útfararþjónusta á Skagaströnd

Sögur af landi - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við hittum fólk sem hefur tekst á við ný verkefni á síðustu tveimur árum eða svo. Á Ísafirði er fyrirtækið Sjóferðir starfrækt sem sinnir siglingum um Djúp, í Vigur og í friðlandið á Hornströndum. Í miðjum heimsfaraldri tóku nýir eigendur við fyrirtækinu og við hittum Henný Þrastardóttur annan af eigendunum. Þá höldum við í Eyjafjörð þar sem Skógarböðin opna verða opnuð á næstunni. Óðinn Svan Óðinsson settist niður með verktakanum Finni Aðalbjörnssyni sem hefur staðið í ströngu við verkið. Og að lokum höldum við á Skagaströnd þar sem við hittum þau Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur organista og Jón Ólaf Sigurjónsson slökkviliðsstjóra sem reka útfararstofu í frítíma sínum. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Anna Þorbjörg Jónasdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.