Mjóafjarðarferjan. Eplarækt á Akranesi
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í þættinum verður farið um borð í ferjuna Björgvin sem siglir á milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Mjófirðingar hafa aðeins samgöngur sjóleiðis á veturna eftir að Mjóafjarðarheiði lokast og sér ferjan um allan flutning til og frá firðinum. Við kynnumst starfseminni um borð og ræðum meðal annars við Sævar Egilsson skipstjóra sem fór sína fyrstu ferð með ferjunni aðeins 7 daga gamall. Í þættinum er einnig farið í heimsókn í bakgarð rétt fyrir ofan sjávarsíðuna á Akranesi. Þar má finna fjörutíu tegundir af eplatrjám sem gefa af sér hundruð ávaxta á hverju ári. Það er eigandi garðsins, garðyrkjufræðingurinn Jón Þór Guðmundsson, sem tekur á móti okkur. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir