Menntaskólinn á Ísafirði. Siglunes. Kristín Aðalsteinsdóttir
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í Sögum af landi verður farið í heimsókn í Menntaskólann á Ísafirði og rætt við Heiðrúnu Tryggvadóttur áfangastjóra, en skólinn fagnaði í byrjun októbermánaðar 50 ára afmæli sínu. Í tilefni afmælisins var gert myndband um starf skólans og fáum við að heyra hljóðbrot úr myndbandinu. Í þættinum verður einnig flakkað um Siglunes við Siglufjörð í fylgd með Valgeiri Tómasi Sigurðssyni, en hann er einn þeirra sem berst fyrir verdun Sigluness. Að lokum verður farið í heimsókn til Kristínar Aðalsteinsdóttur prófessors, sem nýverið gaf út tvær bækur þar sem æviminningar fólks eru í forgrunni. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir