Kornrækt. Jónas Tryggvason. Rannsóknarverkefnið Future Artic.

Sögur af landi - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í þætti dagsins verður fjallað um kornrækt á Íslandi. Spjallað verður við Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf í Eyjafirði. Einnig verður fræðst um rannsóknarverkefnið Future Artic, þar sem rannsökuð eru svæði í Ölfusinu sem hitnuðu óvænt eftir að Suðurlandsskjálftinn reið þar yfir 2008. Það er Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri sem segir frá verkefninu. Í þættinum verða einnig flutt fleiri brot úr viðtali frá árinu 1982 við tónlistarstjórann og bólstrarann Jónas Tryggvason á Blönduósi. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir