Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir listdansskautari frá Möðrudal
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við kynnumst einum efnilegasta listdansskautara landsins Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur frá Möðrudal á Fjöllum. Við heyrum af frækilegum skautaferli Ísoldar Fannar og af bataferli hennar en fyrir hálfu ári gegst hún undir umfangsmikla aðgerð vegna sjaldgæfs sjúkdóms sem hafði plagað hana um margra ára skeið. Efni í þáttinn vann Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir