Hvernig útsýnisskífa verður til

Sögur af landi - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þáttur dagsins er helgaður útsýnisskífum, eða hringsjám eins og þær eru líka kallaðar, og gerð þeirra. Í byrjun september fóru nokkrir félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs í leiðangur upp á topp Hafnarfjalls. Tilgangurinn var að gera mælingar og skyssur fyrir útsýnisskífu sem stendur til að koma fyrir efst á fjallinu. Með í leiðangrinum var Jakob Hálfdanarson og aðstoðarmaður hans en Jakob hefur komið að gerð ótal útsýnisskífa sem finna má um allt land. Í þættinum er rætt við Jakob um þá vinnu sem liggur að baki einni útsýnisskífu. Einnig segir Jakob frá áratugalöngum ferli sínum hjá Vegagerðinni. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir