Hugsa um leiði ókunnugs manns og vistaskipti presta
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í þættinum heyrum við sögu fjölskyldu á Akureyri sem hefur áratugum saman hugað að leiði bláókunnugs manns sem hvílir í Akureyrarkirkjugarði. Rætt er við Ástu Eggertsdóttur um hver hann var þessi maður, Trygve Evanger, sem lést fyrir meira en áttíu árum. Við hittum tvo presta sem skiptu um kirkju í eitt ár. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, sem hefur starfað síðustu fimm ár í Grafarvogskirkju hélt vestur á Ísafjörð og skipti við séra Magnús Erlingsson, sem hefur starfað sem sóknarprestur á Ísafirði í þrjátíu ár. Efni í þáttinn unnu Þórgunnur Oddsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.