Grænkeraostar, bókakaffi og pylsumenning Akureyringa
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við gæðum okkur á allskonar mat í dag. Í Hveragerði er fyrirtækið Live-food að koma sér fyrir með grænkeraostagerð. Við hittum Erlend Eiríksson, matreiðslumann sem stendur að verkefninu ásamt Fjólu Einarsdóttur. Við höldum svo úr Hveragerði norður á land þar sem við hittum Serenu Pedrana sem töfrar fram gómsætar kræsingar á Bókakaffi á Akureyri og að lokum skellum við okkur á rúntinn í nokkrar bílalúgur á Akureyri og fáum okkur eina pylsu eða tvær ? enda akureyskar pylsur alveg sér á báti. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Anna Þorgbjörg Jónasdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir