Árni bakarameistari, Dýrfinna gullsmiður og Baldur björgunarsveitarm.
Sögur af landi - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við hittum við fólk sem hefur stundað vinnu og áhugamál árum og áratugum saman og þar af leiðandi upplifað ýmsar breytingar og tímana tvenna. Við komum fyrst við í Gamla bakaríinu á Ísafirði þar sem Árni Aðalbjarnarson hefur bakað alla sína starfsævi og þrátt fyrir að hafa lokað og sett bakaríið á sölu heldur hann áfram að baka. Við höldum svo á Akranes þar sem við skyggnumst inn á vinnustofu Dýrfinnu Torfadóttir sem er sjónfræðingur og gullsmiður og að lokum hittum við Baldur Pálsson björgunarsveitarmann og snjóbílstjóra í Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum sem segir okkur frá afdrifaríku útkalli sem knúði fram breytingar á samstarfi björgunarsveita landsins. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.