Bitcoin helmingunin og opnun myntkaup.is á Íslandi
Kategóriák:
Þessi þáttur er tileinkaður Bitcoin og þeirri helmingun sem nú er að eiga sér stað, mánudaginn 11. maí 2020. Við förum yfir þýðingu þessa stóra atburðar og horfur innan Bitcoin hagkerfisins. Seinna í þættinum fáum við til okkar hann Patrek Maron Magnússon sem er framkvæmdastjóri Myntkaup.is, sem er skiptimarkaður með rafmyntir sem opnaði í dag eftir skráningu hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Hvers vegna opnar maður nýjan markað fyrir rafmyntir? Af hverju sækir unga kynslóðin í Bitcoin?