Samtal við samfélagið – Myrkranetið

Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast készítő Heimildin

Podcast artwork

Myrkranetið (dark web) samanstendur af vefsíðum og öðru efni sem einungis er hægt að nálgast með sérstökum hugbúnaði, heimildum eða stillingum. Þar sem myrkranetið býður upp á nafnleynd og ýmis skúmaskot hafa hlutar þess orðið vettvangur margskonar glæpastarfsemi. Til að fræðast meira um þennan myrka afkima internetsins fékk Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við HA hann Christopher Copeland í settið en sá er rannsóknarlektor við Tarleton State University í Texas í Bandaríkjunum. Christopher dvaldi á haustmisseri við námsbraut Háskólans á Akureyri í lögreglufræðum sem NSF sérfræðingur á sviði netöryggismála.