Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu

Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast készítő Heimildin

Podcast artwork

Árið 835 fastaði og hugleiddi munkur við klaustrið á Koya-fjalli þar til hann umbreyttist í múmíu og er þar enn þann dag í dag í sömu hugleiðslustöðu að bíða komu Maitreya (Búdda framtíðarinnar). Þessi munkur, maður sem gengur undir ýmsum nöfnum en er best þekktur sem Kukai, hafði gífurleg áhrif á japanskt samfélag og menningu. Honum er þökkuð uppfinning Kana-stafrófsins sem japanska er skrifuð með í dag, udon-núðlusúpunnar og innflutningur búddískra hugmynda sem stuðluðu að samruna Shinto og búddisma. Þetta er fyrri hluti af tveimur um líf Kukai.