Kvikan – Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast készítő Heimildin
Í þætti dagsins er á dagskrá sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar, álitshnekkir Íslands eftir að hafa lent á gráum lista FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti og hvernig Deutsche Bank taldi að „skaðleg umfjöllun“ um samkomulag sem bankinn gerði við Kaupþing í lok árs 2016 myndi valda kerfisáhættu fyrir heiminn – hvorki meira né minna. Bára Huld Beck stýrir þættinum í dag en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Birna Stefánsdóttir, blaðamaður.
