Ekon – Ýmsar leiðir færar til að leiðrétta kynjahalla í forstjóraráðningum
Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast készítő Heimildin
Emil Dagsson ræðir við Ástu Dís Óladóttur, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um hvernig hægt sé að bregðast við kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á íslenskum markaði. Ásta Dís hefur rannsakað slík ráðningarferli og hún er einn meðhöfunda greinar um efnið sem kom út í fyrra og ber heitið Forstjóraráðningar í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum: Kynjahalli, útilokun og ófagleg ráningarferli? Að baki greinarinnar liggja viðtöl helming þeirra kvenna sem sitja í stjórnum skráðra félaga á Íslandi, alls 22 konur.
