8 | Stórafmæli Kína, blæðingaskömm og langþráð neðanjarðarlest í Köben

Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok

Kategóriák:

Í áttunda þætti Heimskviðna er fjallað um sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína, en árið 1949 komst kommúnistaflokkur Maós formanns til valda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og þetta stórveldi - sem gerir sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi - er gjörbreytt frá því fyrir 70 árum. Guðmundur Björn ræðir við Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar á Íslandi, um fortíð, nútíð og framtíð Kína. Blæðingaskömm er hugtak sem er kannski ekki á allra vörum daglega, en hún getur verið dauðans alvara. Unglingsstúlka í Kenýa fyrirfór sér á dögunum eftir að kennarinn hennar hafði smánað hana fyrir að vera á blæðingum. Og víðar um heim blasir viðlíka smánun mörgum konum um það bil einu sinni í mánuði. Birta Björnsdóttir ræðir við Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing. Eitt þúsund beinagrindum, 6750 kvörtunum og 569 vinnuslysum síðar var ný metró leið opnuð með pompi og prakt í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Framkvæmdirnar eru þær umfangsmestu í borginni í ein 400 ár. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.