78 | G7, Rússland, Bandaríkin og litið um öxl
Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok
Kategóriák:
Í lokaþætti þessa misseris af Heimskviðum förum við um víðan völl. Í fyrri hluta þáttarins tekur Bogi Ágústsson til máls. Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í vikunni í fyrstu utanlandsferð sína frá því að hann tók við embætti í janúar. Hann situr fund leiðtoga G7-ríkjanna á Englandi um helgina. G7-ríkin eru stærstu efnahagsveldi heims í hinum svokallaða vestræna heimi, Rússum var hent út úr þessum félagsskap eftir innrás og innlimun Krímskaga 2014. Ríkin sem eiga aðild að þessum óformlega klúbbi ráða um sextíu af hundraði heimsframleiðslu. Bogi ræðir við Bjarna Braga Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðing. Í síðari hluta þáttarins líta Birta og Guðmundur um öxl og fara yfir nokkur af helstu fréttamálum ársins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.