25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok

Kategóriák:

Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Dýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið. Getur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.