194 - Jólin komin í Venesúela og stóra Lego-slysið

Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok

Kategóriák:

Saga Edgar Ochoa er ein nærri átta milljóna sem flóttamenn frá Venesúela hafa að segja af ástandinu í heimalandinu. Hann kom til Íslands fyrir um tveimur árum og hlaut íslenskan ríkisborgararétt nýverið. Hann fór til Venesúela í sumar og tók þátt í forsetakosningum, þar sem kjörstjórn lýsti Nicolas Maduro sigurvegara. Þriðja kjörtímabil hans er nýhafið og má segja að stjórnartíð hans hafi verið ansi stormasöm. Róbert Jóhannsson skoðaði sögu Venesúela og þá staðreynd að júlunum var hleypt af stokkunum þar fyrr en áður til að reyna að friða ósátta íbúa landsins. Fimm milljón Legó-kubbar eða stykki úr Legó-leikfangasettum enduðu í sjónum austur af Bretlandi í febrúar 1997, þegar flutningaskipið Tokyo Express fékk á sig brotsjó og meira en sextíu vörugámar féllu útbyrðis. Næstu vikur og mánuði fóru allskonar Legó hlutir að finnast á ströndum í suðvesturhluta Bretlands og víðar, og reyndar eru þeir enn að dúkka upp. Stóra Legóslysið, eins og þetta óhapp hefur verið kallað, hefur ekki aðeins snert taugar þeirra sem ólust upp við að leika sér að Legói heldur líka beint enn frekar athyglinni að þeim milljónum tonna af plasti sem rekur um heimsins höf. Björn Malmquist segir okkur frá.