177 - Höfuðborg í heljargreipum og skuggahliðar netsins

Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok

Kategóriák:

Við skoðum baksögu óaldarinnar á Haítí sem náði hámarki fyrir nokkrum vikum þegar glæpagengi náðu stjórn í höfuðborginni Port au-Prince. Bjarni Pétur segir okkur einnig sögu valdamesta glæpamanns landsins. Saga Haítí er þyrnum stráð því auk mannskæðra náttúruhamfara hafa landsmenn þurft að greiða Frökkum skuld árum saman eftir að Haítí fékk sjálfstæði. Í síðari hluta þáttarins ætlar Hallgrímur Indriðason að segja okkur frá skuggahliðum netsins. Fjölmörg dæmi eru um að börn sjái óviðeigand og jafnvel skaðlegt efni á samfélagsmiðlum án þess að þau beri sig sérstaklega eftir því. Fjöldi danskra unglinga ræddi notkun sína við danska ríkissjónvarpið nýlega, þar á meðal um efni sem vakti óhug hjá þeim. Vandinn liggur í því hvernig samfélagsmiðlarnir eru forritaðir en forsvarsmenn þeirra er tregir til að breyta því.