160| Stórveldið Kína og meint þjóðarmorð á Grænlandi
Heimskviður - Podcast készítő RÚV - Szombatok
Kategóriák:
Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast uppgang Kínverja eins og Bandaríkjamenn gera. Kína hefur vaxið á ógnarhraða og er eitt mesta, ef ekki mesta efnahagsveldi heims. Vöxturinn hefur verið hraður síðustu ár og teygt sig til margra heimsálfa og ekkert lát virðist á vextinum. Bjarni Pétur fer með okkur til Kína. Dönsk stjórnvöld komu getnaðarvarnarlykkjunni fyrir í líkömum kvenna og stúlkna á Grænlandi, án vitundar þeirra, til að hægja á fólksfjölgun og var tilrauninni lýst sem vel heppnaðri. Formaður mannréttindaráðs Grænlands segir mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn og skera úr um hvort þessi mannréttindabrot beri að skilgreina sem þjóðarmorð. Sumar stúlknanna hafi aðeins verið ellefu ára gamlar. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við formann mannréttindaráðs Grænlands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.