Saga Haítí, öryggismál á norðurslóðum og bresk stjórnmál
Heimsglugginn - Podcast készítő RÚV - Csütörtökök
Kategóriák:
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu um Haítí og langa sorgarsögu landsins. Haítí var frönsk þrælanýlenda og annað landið í Ameríku sem lýsti yfir sjálfstæði á eftir Bandaríkjunum eftir afar blóðuga þrælauppreisn. Fátækt, spilling, stjórnleysi og náttúruhamfarir hafa orðið óhamingju landsins að vopni. Svo má heita að algjört stjórnleysi og ringulreið sé á Haíti og hætta á hungursneyð. Þá ræddu þau um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum eftir inngöngu Svía í NATO. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir að Norðurlöndin hafi ekki haft sameiginlegar varnir frá því á tímum Kalmar-sambandsins og NATO-aðild Svía styrki norrænt samstarf mjög. Að síðustu var rætt um bresk stjórnmál þar sem Íhaldsflokkurinn á í vök að verjast. Þingmaðurinn Lee Anderson gekk til liðs við hægri þjóðernisflokkinn Reform og ummæli stærsta styrktaraðila Íhaldsflokksins eru talin rasísk og kvenfjandsamleg. Rishi Sunak forsætisráðherra hefur verið hvattur til að skila aftur 10 milljónum punda sem auðmaðurinn Frank Hester gaf flokknum eftir að dagblaðið Guardian sagði frá ummælum hans.